HiRISE tekur myndir af halastjörnunni ISON

Comet ISON Captured by HiRISE

enska spćnska portúgalska ítalska gríska rúsneska
Ţann 29. september 2013 beindi Mars Reconnaissance Orbiter geimfariđ High Resolution Imaging Science Experiment (HiRISE) myndavélinni ađ ISON, halastjörnu sem fór framhjá Mars á leiđ sinni inni í sólkerfiđ.

HiIRSE sá lítinn en tiltölulega bjartan punkt, ekki ósvipađan stjörnu, ţar sem ISON var stađsett, sem fćrđist miđađ viđ fastastjörnurnar. Hjúpur halastjörnunnar er greinilega mjög daufur svo gögnin setja skorđur á stćrđ kjarna halastjörnunnar og heildarbirtu hennar. Slíkar mćlingar eru mikilvćgar til ađ skilja hegđun halastjörnunnar og fyrir ađra athugendur.

Ţessi mynd sýnir 256 x 256 pixla blett á himninum eđa sem samsvarar 12,8 milljónir kílómetra breitt svćđi, ţegar inngeislunarhorn sólar var 47 gráđur. Ţrjár ađrar athuganir á ISON eru fyrirhugađar dagana 1. og 2. október ţegar halastjarnan kemst nćst Mars, ţá í 11,3 milljón km fjarlćgđ, en ţá verđa birtuskilyrđin ekki eins góđ séđ frá Mars.

Frumathuganir á gögnunum benda til ađ halastjarnan sé daufari en spár höfđu gert ráđ fyrir. Fyrir vikiđ er myndin ekki eins mikiđ fyrir augađ en lítil virkni í kjarnanum er heppileg til ađ setja mörk á stćrđ kjarnans. Hver myndeining samsvarar um ţađ bil 13,3 km sem er stćrra en halastjarnan en hćgt er ađ áćtla stćrđ kjarnans út frá birtu annarra halastjörnukjarna. Halastjarnan er, rétt eins og Mars, í 241 milljón kílómetra fjarlćgđ frá sólinni. Ţegar halastjarnan fćrist nćr sólu eykst birta hennar og gćti hún orđiđ talsvert bjartari ţegar meira sólarljós brćđir ísinn í henni.

Halastjarnan ISON (formlega ţekkt sem C/2012 S1) er talin á sínu fyrsta ferđalagi inn í innra sólkerfiđ frá Oortsskýinu, kúlulaga safni halastjarna og fyrirbćra sem líkjast halastjörnum í allt ađ eins ljósárs fjarlćgđ frá sólu. Ţann 28. nóvember nćstkomandi fer halastjarnan framhjá sólu í 1,16 milljón km fjarlćgđ frá henni. Ţeir Vitali Nevski og Artyom Novichonok viđ International Scientific Optical Network (ISON) nćrri Kislovdsk í Rússlandi fundu halastjörnuna ţann 21. september 2012 ţegar hún var stödd milli Júpíters og Satúrnusar.

Ţýđing: Sćvar Helgi Bragason

Image: NASA/JPL/University of Arizona