Sandlindir nærri Athabasca Valles
NASA/JPL-Caltech/UArizona
Sandlindir nærri Athabasca Valles
ESP_038224_1890
Enska   

twitter 

WALLPAPER
800
1024
1152
1280
1440
1600
1920
2048
2560
2880

HIFLYER
PDF, 23 x 48 cm

HISLIDES
PowerPoint
Keynote
PDF

Hér sést lítill farvegur sem skerst inn í ung hraunleg á stað sem mikil flóð hafa orðið á tiltölulega nýlega. Á svæðinu sem nefnist Athabasca Valles er víðfemt hraun, líklega hið yngsta á Mars, og jafnvel enn yngri vatnssorfnir farvegir. Talið er að rekja megi vatnsflauminn til Cerberus Fossae dalanna til norðurs en þeir gætu hafa gengið inn í vatnsveiti.

Í dag eru það þyngdarkrafturinn, vindur og frost sem hægt og bítandi brjóta niður brúnir farvegsins. Á myndinni sjáum við dökkleitt efni við brún farvegsins (úrklippa) sem líklega hefur opnast við rofið. Dökku efnin eru ekki eins rauð og yfirborðið í kring og sýnast því blá á þessari ýktu litmynd. Á nærmynd sjást gárur í dökka efninu sem bendir til að það sé úr sandi. Hugsanlega á sandurinn rætur að rekja annars staðar frá og að hann hafi einfaldlega safnast fyrir þar sem hann er í dag. Sú staðreynd að okkur hefur ekki tekist að finna sand annars staðar á svæðinu bendir til að það sé að veðrast úr hraunlögunum við brún farvegsins.

Mikilvægt er að finna uppruna sandsins því hreyfanleg sandkorn endast ekki ýkja lengi og brotna niður þegar þau rekast á yfirborðið. Veðrun og rof eldfjallaefnis á svæðinu gæti verið uppruni þessa sands en fáar slíkar sandlindir hafa fundist á Mars hingað til.

Þýðing: Sævar Helgi Bragason
 
Dagsetning myndatöku:
21 september 2014

Staðartími á Mars:
3:47 PM

Breiddargráða (miðjuð):


Lengdargráða (austur):
156°

Fjarlægð til yfirborðs:
278 km

Kvarði upprunalegu myndarinnar:
28 cm/díl (með 1 x 1 dílaknipping) svo ~83 cm breiðir hlutir sjást

Kvarði kortavörpunar:
25 cm/díl

Kortavörpun:
Equirectangular (og norður snýr upp)

Útgeislunarhorn:


Fasahorn:
53°

Inngeislunarhorn sólar:
59°, þar sem sólin var um 31° yfir sjóndeildarhring

Sóllengd:
200°

JPEG
Gráskali
Kortavörpun  Án Kortavörpunar

IRB litur:
Kortavörpun  Án Kortavörpunar

IRB blandað:
Kortavörpun

RGB blandað:
Kortavörpun

RGB litur:
Án Kortavörpunar

JP2 (NIÐURHAL)
Gráskali:
Kortavörpun (622 MB)

IRB litur:
Kortavörpun (345 MB)

JP2 EXTRA
Gráskali:
Kortavörpun  (256 MB),
Án kortavörpunar  (348 MB)

IRB litur:
Kortavörpun  (91 MB)
Án kortavörpunar  (278 MB)

IRB blandað:
Kortavörpun  (167 MB)

RGB blandað:
Kortavörpun  (163 MB)

RGB litur:
Án kortavörpunar  (271 MB)
Aukaupplýsingar um mynd
Lýsigögn gráskala
Lýsigögn litmynda
Lýsigögn blandaðs IRB
Lýsigögn blandaðs RGB
EDR myndir

Myndir
Hægt er að draga alla myndahlekki yfir í HiView eða smella á þá til að sækja

Notkun á myndum
Allar ljósmyndir frá HiRISE sem aðgengilegar eru á þessari síðu, eru í almannaeigu og njóta því ekki höfundarverndar: Engin takmörk eru sett á notkun þeirra, hvorki meðal almennings, fjölmiðla eða vísindastofnana. Við óskum aðeins eftir að myndhöfunda sé getið, ef mögulegt er:
Mynd: NASA/JPL-Caltech/UArizona

Eftirskrift
Jet Propulsion Laboratory NASA, deild innan California Institute of Technology í Pasadena í Kaliforníu, hefur umsjón með stýringu Mars Reconnaissance Orbiter fyrir hönd NASA Science Mission Directorate í Washington. HiRISE myndavélin var smíðuð hjá Ball Aerospace and Technology Corporation en er starfrækt af University of Arizona.