Varanlegt hrím í gíg á norðursléttunum
NASA/JPL-Caltech/UArizona
Varanlegt hrím í gíg á norðursléttunum
ESP_037551_2540
Enska   

twitter 

WALLPAPER
800
1024
1152
1280
1440
1600
1920
2048
2560
2880

HIFLYER
PDF, 23 x 48 cm

HISLIDES
PowerPoint
Keynote
PDF

Á Mars er yfirborðsís að mestu leyti aðeins tímabundið fyrirbæri. Setlögin á báðum pólsvæðunum eru þykkir bunkar af varanlegum vatnsís og einnig gæti suðurpólhettan haft varanlegt (en engu að síður breytilegt) lag af koldíoxíðís. Á lægri breiddargráðum er hins vegar árstíðabundið hrím (að mestu CO2 en líka örlítill vatnsís) sem birtist og hverfur ár hvert.

Nokkrir afskekktari vatnsísblettir finnast nærri setlögunum við norðurpólinn. Í mörgum tilvikum hefur ísinn safnast saman og orðið nokkuð þykkur, eins og í Louth gígnum. Í þessu tilviki sást á mynd HiRISE hvar þunnt lag af ljósleitu hrími, snemma sumars, þakti hluta gígbarms. Þykktin er þó ekki mikil og áhrifin á landslagið eru óveruleg. HiRISE vaktaði svæðið út sumarið og fann út að hrímið hvarf ekki, svo hér er um að ræða varanlegan ísblett þótt jaðrarnir hafi skroppið örlítið saman yfir sumarið.

Koldíoxíð er óstöðugt við þær aðstæður sem ríkja á sumrin, svo líklega er þetta vatnsísblettur. Hugsanlegt er að hann sé á fyrstu stigum ákomu, eða að magn íss í litlum gígum tiltölulega fjarri pólnum þurfi ekki að vera mikið til þess að hann sé í jafnvægi.

Ekki hefur tekist að útskýra annað fyrirbæri í þessum gíg, en það eru dreifðu dökku blettirnir á botni gígsins. Þeir líkjast „þíðublettum“ sem sjást á koldíoxíðíssvæðum snemma á vorin, en blettirnir birtast á hrímlausum svæðum og endast út sumarið.

Þýðing: Sævar Helgi Bragason
 
Dagsetning myndatöku:
31 júlí 2014

Staðartími á Mars:
3:06 PM

Breiddargráða (miðjuð):
74°

Lengdargráða (austur):
152°

Fjarlægð til yfirborðs:
319 km

Kvarði upprunalegu myndarinnar:
32 cm/díl (með 1 x 1 dílaknipping) svo ~96 cm breiðir hlutir sjást

Kvarði kortavörpunar:
25 cm/díl

Kortavörpun:
þrívíð pólvörpun

Útgeislunarhorn:


Fasahorn:
77°

Inngeislunarhorn sólar:
75°, þar sem sólin var um 15° yfir sjóndeildarhring

Sóllengd:
170°

JPEG
Gráskali
Kortavörpun  Án Kortavörpunar

IRB litur:
Kortavörpun  Án Kortavörpunar

IRB blandað:
Kortavörpun

RGB blandað:
Kortavörpun

RGB litur:
Án Kortavörpunar

JP2 (NIÐURHAL)
Gráskali:
Kortavörpun (1356 MB)

IRB litur:
Kortavörpun (718 MB)

JP2 EXTRA
Gráskali:
Kortavörpun  (711 MB),
Án kortavörpunar  (565 MB)

IRB litur:
Kortavörpun  (379 MB)
Án kortavörpunar  (468 MB)

IRB blandað:
Kortavörpun  (334 MB)

RGB blandað:
Kortavörpun  (333 MB)

RGB litur:
Án kortavörpunar  (453 MB)
Aukaupplýsingar um mynd
Lýsigögn gráskala
Lýsigögn litmynda
Lýsigögn blandaðs IRB
Lýsigögn blandaðs RGB
EDR myndir

Myndir
Hægt er að draga alla myndahlekki yfir í HiView eða smella á þá til að sækja

Notkun á myndum
Allar ljósmyndir frá HiRISE sem aðgengilegar eru á þessari síðu, eru í almannaeigu og njóta því ekki höfundarverndar: Engin takmörk eru sett á notkun þeirra, hvorki meðal almennings, fjölmiðla eða vísindastofnana. Við óskum aðeins eftir að myndhöfunda sé getið, ef mögulegt er:
Mynd: NASA/JPL-Caltech/UArizona

Eftirskrift
Jet Propulsion Laboratory NASA, deild innan California Institute of Technology í Pasadena í Kaliforníu, hefur umsjón með stýringu Mars Reconnaissance Orbiter fyrir hönd NASA Science Mission Directorate í Washington. HiRISE myndavélin var smíðuð hjá Ball Aerospace and Technology Corporation en er starfrækt af University of Arizona.