Breytingar á rykfjúki vestur af Alba Mons
NASA/JPL-Caltech/UArizona
Breytingar á rykfjúki vestur af Alba Mons
ESP_032709_2210
Enska   

twitter 

WALLPAPER
800
1024
1152
1280
1440
1600
1920
2048
2560
2880

HIFLYER
PDF, 23 x 48 cm

HISLIDES
PowerPoint
Keynote
PDF

Þessi mynd var tekin til að leita að yfirborðsbreytingum sem orðið hafa á þriggja ára tímabili á rykugu svæði vestur af Alba Mons eldfjallinu. Myndin var tekin á því sem næst sama árstíma og mynd frá árinu 2007, auk þess sem lýsingin og sjónarhornin eru svipuð.

Á fyrri myndinni sáust þykk ryklög sem söfnuðust saman undan vindi í hindrunum í landslaginu sem sjálf höfðu mótast af vindum. Þessi setlög, sem eru kölluð „kambar“, eru sjaldséð fyrirbæri á Mars og hafa hingað til aðeins fundist á örfáum stöðum, til að mynda á tindi Þarsis bungunnar og í hlíðum risaeldfjallanna. Aldur og uppruni þeirra er enn á huldu.

Búist var við að talsverðar breytingar tengdar vinnu yrðu sjáanlegar á þessum stað, sér í lagi vegna þess að hann er í lítilli hæð í samanburði við svipuð ryklög annars staðar á Mars. Lofthjúpurinn er þykkari í þessari hæð, við „sjávarmál“ á Mars, en á tindum risaeldfjallanna, svo vindar ættu að vera áhrifaríkari roföfl og flytja meira set.

Samanburður á þessari mynd og þeirri sem tekin var árið 2007 sýnir engar augljósar breytingar á rykinu. Greining á myndinni stendur enn yfir en þegar er ljóst að engar stórar breytingar hafa átt sér stað hér síðustu þrjú Mars-ár. Þetta eru mikilvægar og fróðlegar upplýsingar sem segja okkur að ryklög veita vindrofi viðnám og að engin ný setmyndun hefur orðið (við venjulegar aðstæður að minnsta kosti; seinast varð stór hnattrænn rykstormur snemma árs 2007). Niðurstöðurnar benda til að annað hvort myndist og þróist þessi setlög mjög hægt, yfir mun lengri tímabil en þrjú Mars-ár, eða hafi orðið til á tímabili þegar vindar voru mun öflugri en í dag.

Þýðing: Sævar Helgi Bragason
 
Dagsetning myndatöku:
19 júlí 2013

Staðartími á Mars:
2:08 PM

Breiddargráða (miðjuð):
41°

Lengdargráða (austur):
236°

Fjarlægð til yfirborðs:
292 km

Kvarði upprunalegu myndarinnar:
29 cm/díl (með 1 x 1 dílaknipping) svo ~88 cm breiðir hlutir sjást

Kvarði kortavörpunar:
25 cm/díl

Kortavörpun:
Equirectangular (og norður snýr upp)

Útgeislunarhorn:


Fasahorn:
50°

Inngeislunarhorn sólar:
52°, þar sem sólin var um 38° yfir sjóndeildarhring

Sóllengd:
354°

JPEG
Gráskali
Kortavörpun  Án Kortavörpunar

IRB litur:
Kortavörpun  Án Kortavörpunar

IRB blandað:
Kortavörpun

RGB blandað:
Kortavörpun

RGB litur:
Án Kortavörpunar

JP2 (NIÐURHAL)
Gráskali:
Kortavörpun (941 MB)

IRB litur:
Kortavörpun (538 MB)

JP2 EXTRA
Gráskali:
Kortavörpun  (456 MB),
Án kortavörpunar  (458 MB)

IRB litur:
Kortavörpun  (187 MB)
Án kortavörpunar  (372 MB)

IRB blandað:
Kortavörpun  (260 MB)

RGB blandað:
Kortavörpun  (255 MB)

RGB litur:
Án kortavörpunar  (374 MB)
Aukaupplýsingar um mynd
Lýsigögn gráskala
Lýsigögn litmynda
Lýsigögn blandaðs IRB
Lýsigögn blandaðs RGB
EDR myndir

Myndir
Hægt er að draga alla myndahlekki yfir í HiView eða smella á þá til að sækja

Notkun á myndum
Allar ljósmyndir frá HiRISE sem aðgengilegar eru á þessari síðu, eru í almannaeigu og njóta því ekki höfundarverndar: Engin takmörk eru sett á notkun þeirra, hvorki meðal almennings, fjölmiðla eða vísindastofnana. Við óskum aðeins eftir að myndhöfunda sé getið, ef mögulegt er:
Mynd: NASA/JPL-Caltech/UArizona

Eftirskrift
Jet Propulsion Laboratory NASA, deild innan California Institute of Technology í Pasadena í Kaliforníu, hefur umsjón með stýringu Mars Reconnaissance Orbiter fyrir hönd NASA Science Mission Directorate í Washington. HiRISE myndavélin var smíðuð hjá Ball Aerospace and Technology Corporation en er starfrækt af University of Arizona.