HiPOD 24. mars 2023 
Hringlaga sandskaflar

Hringlaga sandskaflar
Á Mars eru sandskaflar af ýmsum stærðum og gerðum algengir. Hér sjást skaflar sem eru næstum fullkomlega hringlaga, sem er óvenjulegt.

Skaflarnir eru samt sem áður ögn ósamhverfir. Á suðurenda þeirra eru hlíðarnar brattar. Það bendir til þess að sandurinn færist almennt til suðurs þótt vindarnir séu breytilegir.

Myndin er hluti af myndaröð sem teknar eru til að fylgjast með því hvernig hrím hverfur síðla vetrar. Á þessari mynd virðast skaflarnir vera hrímlausir. Eldri mynd sýnir hvernig yfirborð var þegar það var þakið hrími.

Þýðing: Sævar Helgi Bragason

númer: ESP_076510_2230
dagsetning myndatöku: 22. nóvember 2022
hæð yfir sjávarmáli: 298 km

https://uahirise.org/hipod/is/ESP_076510_2230
NASA/JPL-Caltech/UArizona
#Mars #NASA #Icelandic #íslenska

twitter  •  tumblr

NASA/JPL-Caltech/UArizona
Svarthvítar myndir eru innan við 5 km á breidd, falslitamyndir innan við 1 km.