HiPOD 21. mars 2022 
Slóð Zhurong-jeppans rakin

Slóð Zhurong-jeppans rakin
Kínverski Zhuron-jeppinn lenti á Mars í maí árið 2021. (Jeppinn lenti rétt fyrir miðnætti 14. maí á íslenskum tíma.) Þessi mynd HiRISE var tekin 11. mars 2022 og sýnir hversu langt jeppinn hefur ekið undanfarna tíu mánuði eftir lendingu.

Raunar má rekja slóð jeppans út frá hjólförum hans í rykinu. Jeppinn hefur ekið um 1,5 km leið til suðurs. Þessi útklippa sýnir jeppann og hjólförin hans (búið er að ýkja skerpuna til að sýna slóðina betur).

Þýðing: Sævar Helgi Bragason

númer: ESP_073225_2055
dagsetning myndatöku: 11. mars 2022
hæð yfir sjávarmáli: 288 km

https://uahirise.org/hipod/is/ESP_073225_2055
NASA/JPL-Caltech/UArizona
#Mars #NASA #Icelandic #íslenska

twitter  •  tumblr

NASA/JPL-Caltech/UArizona
Svarthvítar myndir eru innan við 5 km á breidd, falslitamyndir innan við 1 km.