Mikilvægt er að skilja setmyndunarsögu Mars til að skilja loftslagsbreytingar og þróun Mars. Setbergið samanstendur af fínum ögnum sem lofthjúpurinn og/eða vatn hefur flutt til og fallið út í fremur flötum lögum, sem breytist svo í berg með tímanum.
Á myndinni sjást brattar hlíðar þar sem bergopnurnar blasa við, sem og mismunandi litir og áferð. Ítarleg greining á opnum af þessu tagi má svo nota til að teikna upp röð atburða og túlka jarðsöguna.
Þýðing: Sævar Helgi Bragason
númer:
ESP_072620_1530dagsetning myndatöku: 22. janúar 2022
hæð yfir sjávarmáli: 259 km
https://uahirise.org/hipod/is/ESP_072620_1530
NASA/JPL-Caltech/University of Arizona
#Mars #NASA #Icelandic #íslenska