HiPOD 18. febrúar 2022 
Á mörkum hnullunga

Á mörkum hnullunga
Á þessum hluta Mars eru víðáttumikil mörk á yfirborðsbirtu (endurvarpi). Ein tilgátan er sú að hér sé um að ræða mörk á strandlínum þegar fljótandi vatn gat verið stöðugt á Mars fyrir óralöngu.

Með upplausn HiRISE getum við séð að ástæða þess að önnur hliðin er dekkri en hin sé vegna þeirra mörgu hnullunga á víð og dreif um dökka svæðið.

Þýðing: Sævar Helgi Bragason

númer: ESP_071923_2260
dagsetning myndatöku: 29. nóvember 2021
hæð yfir sjávarmáli: 301 km

https://uahirise.org/hipod/is/ESP_071923_2260
NASA/JPL-Caltech/UArizona
#Mars #NASA #Icelandic #íslenska

twitter  •  tumblr

NASA/JPL-Caltech/UArizona
Svarthvítar myndir eru innan við 5 km á breidd, falslitamyndir innan við 1 km.