HiPOD 10. febrúar 2022 
Íshamrar á Mars

Íshamrar á Mars
Á þessu svæði við vesturbrún Milankovic-gígsins á Mars, er þykkt setlag sem hylur ísríkt lag. Ísinn er ekki augljós nema skoðuð sé litmynd.

Á rauðu-grænu-bláu myndunum, sem eru nálægar því sem mannsaugað greinir, lítur ísinn út fyrir að hvítur en umhverfið í kring ryðrautt. Ísinn er jafnvel augljósari á innrauðu-rauðu-bláu myndunum þar sem hann er áberandi blá-fjólublár á meðan umhverfið er gulgrátt.

Ísríka efnið sést best þegar hamraveggurinn snýr í austur-vestur og er í vari frá sólinni þegar hún gengur yfir suðurhimininn.

Þýðing: Sævar Helgi Bragason

númer: ESP_071573_2350
dagsetning myndatöku: 02. nóvember 2021
hæð yfir sjávarmáli: 307 km

https://uahirise.org/hipod/is/ESP_071573_2350
NASA/JPL-Caltech/UArizona
#Mars #NASA #Icelandic #íslenska

twitter  •  tumblr

NASA/JPL-Caltech/UArizona
Svarthvítar myndir eru innan við 5 km á breidd, falslitamyndir innan við 1 km.