Þessir U-laga hryggir sem liggja meðfram
innri börmum gígsins veita okkur vísbendingar um ís í fortíðinni. Sveigðu, tungulaga hryggirnir eru jökulgarðar úr bergi og bergmylsnu sem jökull hefur rutt þegar hann skreið fram.
Jökulgarðurinn situr eftir þegar ísinn hopar og hverfur og markar þannig ystu stöðu jökulsins. Línulegu hryggirnir samsíða veggnum gætu markað umfang jökulsins. Þótt jöklar skríði löturhægt mótar ísinn landslag reikistjörnunnar á öflugan hátt.
Þýðing: Sævar Helgi Bragason
númer:
ESP_070461_2245dagsetning myndatöku: 07. ágúst 2021
hæð yfir sjávarmáli: 304 km
https://uahirise.org/hipod/is/ESP_070461_2245
NASA/JPL-Caltech/University of Arizona
#Mars #NASA #Icelandic #íslenska