HiPOD 21. október 2021 
Utopia Planitia

Utopia Planitia
Á Utopia Planitia svæðinu er landslagið fjölbreytt og sérstakt. Þau holt og hæðir á myndinni sem hér sést gætu hafa myndast við eldgos eða þegar leir spýttist upp á yfirborðið.

Leirhverir á Jörðinni eru vin fyrir líf. Hafi þetta landslag orðið til við leirgos gæti það geymt vísbendingar um hvar líf gæti hafa þrifist í fjarlægri fortíð á Mars.

Þýðing: Sævar Helgi Bragason

númer: ESP_070298_2145
dagsetning myndatöku: 25. júlí 2021
hæð yfir sjávarmáli: 293 km

https://uahirise.org/hipod/is/ESP_070298_2145
NASA/JPL-Caltech/UArizona
#Mars #NASA #Icelandic #íslenska

twitter  •  tumblr

NASA/JPL-Caltech/UArizona
Svarthvítar myndir eru innan við 5 km á breidd, falslitamyndir innan við 1 km.