Ljósleit segulög finnast víðsvegar um miðbik Valles Marineris. Mestur hluti setlaganna er í miðju dældanna, fjarri veggjum þessa stærsta gljúfurs sólkerfisins.
Þessi mynd sýnir norðvesturhluta Candor Chasma og má þar sjá ljósleit setlög gegnt veggjunum. Ef setlögin væru ofan á veggjunum, þá myndum við vita að þau urðu til eftir að gljúfrin mynduðust. Ef setlögin væru aftur á móti úr innri veggjunum, þá eru þau eldri en gljúfrin.
Mikilvægt er að finna út hvenær ljósleitu setlögin mynduðust til að skilja jarðsögu Valles Marineris, sér í lagi vegna þess að þessi setlög eru vötnuð og urðu því sennilegast til í návígi við fljótandi vatn.
Þýðing: Sævar Helgi Bragason
númer:
ESP_070107_1750dagsetning myndatöku: 11. júlí 2021
hæð yfir sjávarmáli: 261 km
https://uahirise.org/hipod/is/ESP_070107_1750
NASA/JPL-Caltech/University of Arizona
#Mars #NASA #Icelandic #íslenska