HiPOD 25. október 2021 
Árekstragígar sem gluggi í það sem leynist undir

Árekstragígar sem gluggi í það sem leynist undir
Árekstragígar eru algengir alls staðar í sólkerfinu. Þeir gera vísindamönnum kleift að átta sig á sögu yfirborðs hnattar og þá einkum og sér í lagi aldur yfirborðsins, þróun og samsetningu.

Sem dæmi sýnir þessi mynd árekstragíg á suðausturhluta Ascraeus Mons, risaeldfjalls á Tharsis bungunni. Vísindaleg ástæða þess að myndin var tekin var að afla frekari upplýsinga um dýpt og stöðugleika gígveggsins svo við getum lært um eðli efnisins í hlíðum eldfjallsins.

Með því að rannsaka vandlega bergopnuna í gígvegnum getum við líka öðlast frekari þekkingu á því sem leynist undir.

Þýðing: Sævar Helgi Bragason

númer: ESP_069897_1895
dagsetning myndatöku: 24. júní 2021
hæð yfir sjávarmáli: 269 km

https://uahirise.org/hipod/is/ESP_069897_1895
NASA/JPL-Caltech/University of Arizona
#Mars #NASA #Icelandic #íslenska

Svarthvítar myndir eru innan við 5 km á breidd, falslitamyndir innan við 1 km.