HiPOD 17. nóvember 2021 
Ljósar og dökkar hlíđarrákir

Ljósar og dökkar hlíđarrákir
Hlíđarrákir eru algengar á hitabeltissvćđum Mars. Eitt sinn var taliđ ađ ţćr mynduđust af völdum rennandi vatns en í dag er álitiđ ađ ţćr séu rykskriđur. Rákirnar eru iđulega dekkri en landslagiđ í kring og dreifa gjarnan úr sér undanhalla. Ţađ bendir til ţess ađ ryksetiđ sé klístrađ svo skriđan breiđir úr sér ţegar hún flćđir niđur hlíđina.

Vitađ er ađ hlíđarrákir dofna međ tímanum en rákirnar sem hér sjást á Arabia Terra eru öđruvísi. Hér virđast gamlar rákir vera ljósleitari en landslagiđ í kring. Samanburđur á myndum sem HiRISE tók árin 2008 og 2019 sýna mjög litlar breytingar á dökku og ljósu rákunum.

Viđ sjáum ţrjár nýjar dökkar rákir á nýjustu myndunum okkar. Ţađ voru einu breytingarnar sem sáust á međal ţeirra mörg hundruđ ráka sem fylgst var međ og bendir til ţess ađ nýmyndun ráka og dofnunin taki nokkra áratugi ađ minnsta kosti.

Ţýđing: Sćvar Helgi Bragason

númer: ESP_059261_1950
dagsetning myndatöku: 19. mars 2019
hæð yfir sjávarmáli: 276 km

https://uahirise.org/hipod/is/ESP_059261_1950
NASA/JPL-Caltech/UArizona
#Mars #NASA #Icelandic #íslenska

twitter  •  tumblr

NASA/JPL-Caltech/UArizona
Svarthvítar myndir eru innan við 5 km á breidd, falslitamyndir innan við 1 km.