HiPOD 28. mars 2022 
Málað með hrími

Málað með hrími
Þegar þetta létthrímaða landslag endurvarpar ljósi líta hárfín litablæbrigðin út eins og pensilsstrokur. Blæbrigðamunurinn er fyrirtaks bakgrunnur til að draga fram sérkennileg mynstur sem kallast „köngulær“.

Geislóttu rásirnar sem liggja út frá dældinni í miðjunni verða til þegar árstíðabundið lag af þurrís breytist í gas á vorin og veldur rofi á yfirborðinu, sem er þessi einstaka landslagsmyndun Mars.

Þýðing: Sævar Helgi Bragason

númer: ESP_047074_1030
dagsetning myndatöku: 11. ágúst 2016
hæð yfir sjávarmáli: 248 km

https://uahirise.org/hipod/is/ESP_047074_1030
NASA/JPL-Caltech/UArizona
#Mars #NASA #Icelandic #íslenska

twitter  •  tumblr

NASA/JPL-Caltech/UArizona
Svarthvítar myndir eru innan við 5 km á breidd, falslitamyndir innan við 1 km.