Vitað hefur verið frá áttunda áratugnum, þegar Viking brautarförin tóku myndir af Mars, að innan í miðsvæðum Valles Marineris leynast stórir haugar af ljósleitu seti. Nýrri myndir í meiri upplausn, þar á meðal þessi mynd af Melas Chasma, sýna að gljúfurveggir Valles Marineris innihalda líka svipað en þó þynnra ljósleitt set.
Litrófósgögn frá CRISM mælitækinu benda til þess að stóru bingarnir séu úr súlfötum. Hluti setlaganna í gljúfurveggjunum eru líka úr súlfötum en aðrir innihalda leir eða blöndu nokkurra tegunda af vötnuðu efni sem bendir til nokkurra vatnaferla, sennilega á mismunandi tímum innan Valles Marineris, sem mynduðu setlögin sem við sjáum í dag.
Þýðing:
Sævar Helgi Bragasonnúmer:
ESP_045960_1705dagsetning myndatöku: 16. maí 2016
hæð yfir sjávarmáli: 265 km
https://uahirise.org/hipod/is/ESP_045960_1705
NASA/JPL-Caltech/University of Arizona
#Mars #NASA #Icelandic #íslenska