HiPOD 12. júní 2020 
Hnullungar í hvilftum giljadraga

Hnullungar í hvilftum giljadraga
Giljadrög finnast jafnan í bröttum hlíðum. Á veturna er þetta svæði þakið þunnu lagi úr koldíoxíði sem oftast er kallað þurrís. Á vorin, þegar ísinn gufar upp, losnar efni í hlíðinni og giljadrag myndast.

Almennt séð virkar þetta ferli best ef um fíngert efni er að ræða og skilur eftir stóra hnullunga. Hnullungarnir sjást í þyrpingu í hvilftum giljadraganna. Stöku sinnum renna hnullungarnir til eða jafnvel niður hlíðina eins og sést á myndinni.

Þýðing: Sævar Helgi Bragason

númer: ESP_039747_1090
dagsetning myndatöku: 18. janúar 2015
hæð yfir sjávarmáli: 251 km

https://uahirise.org/hipod/is/ESP_039747_1090
NASA/JPL-Caltech/University of Arizona
#Mars #NASA #Icelandic #íslenska

Svarthvítar myndir eru innan við 5 km á breidd, falslitamyndir innan við 1 km.