HiPOD 28. janúar 2021 
Hlykkjóttar sandöldur

Hlykkjóttar sandöldur
Þegar myndin hér var tekin seint að vori á norðurhveli, var sólin lágt á lofti á miðlægum breiddargráðum á suðurhveli sem dró fram fín smáatriði í landslaginu.

Á myndinni sjást sandöldur innan um bergopnur á botni stórs gígs. Sumar sandöldurnar hafa hlykkjótta kamba, sem er óvenjulegt. Svo virðist sem þetta sé vegna þess að bergopnurnar halda í sandöldurnar um leið og þær dreifa úr sér.

Þýðing: Sævar Helgi Bragason

númer: ESP_034801_1300
dagsetning myndatöku: 29. desember 2013
hæð yfir sjávarmáli: 252 km

https://uahirise.org/hipod/is/ESP_034801_1300
NASA/JPL-Caltech/University of Arizona
#Mars #NASA #Icelandic #íslenska

Svarthvítar myndir eru innan við 5 km á breidd, falslitamyndir innan við 1 km.