HiPOD 04. febrúar 2021 
Sprungur skerast á Mars

Sprungur skerast á Mars
Á þessari mynd sjáum við hvar nokkrar sprungur á botni Echus Chasma skerast. Ein virðist hafa fyllst tiltölulega nýlega af seigfljótandi hrauni.

Talið er að Echus Chasma sé upprunastaður vatnsins sem myndaði Kasei Valles, stóran dal sem liggur mörg þúsund kílómetra í norður. Myndir HiRISE gætu hjálpað til við að finna út hvaða hlutverk hraun og vatn léku á svæði og í hvaða hlutfalli.

Þýðing: Sævar Helgi Bragason

númer: ESP_033591_1805
dagsetning myndatöku: 25. september 2013
hæð yfir sjávarmáli: 267 km

https://uahirise.org/hipod/is/ESP_033591_1805
NASA/JPL-Caltech/University of Arizona
#Mars #NASA #Icelandic #íslenska

Svarthvítar myndir eru innan við 5 km á breidd, falslitamyndir innan við 1 km.