Norðurpólsvæði Mars er þakið lögum úr vatnsís og ryki sem kallast „pólsetlögin“. Pólhettan er varanleg en á veturna leggst árstíðabundinn koldíoxíðís yfir hana.
Á vorin, þegar sólin rís, hlýnar fyrst á bröttustu brúnum pólsetlaganna. Þurrísinn þurrgufar (fer beint úr föstu formi í gas) og kemur lausum brotum í bröttum hömrunum á hreyfingu. Efni úr veikari lögum hliðrast til og fossar niður brattar hlíðarnar.
Hér sjáum við dökka rák sem markar slóð lausa efnisins. Á myndum HiRISE sjást gjarnan skriður standa yfir á vorin við brúnir þessara pólsetlaga.
Þýðing:
Sævar Helgi Bragason númer:
ESP_033433_2650dagsetning myndatöku: 13. september 2013
hæð yfir sjávarmáli: 318 km
https://uahirise.org/hipod/is/ESP_033433_2650
NASA/JPL-Caltech/University of Arizona
#Mars #NASA #Icelandic #íslenska