HiPOD 11. febrúar 2021 
Hausthéla

Hausthéla
Þetta sandölduhaf er í Richardson gígnum. Myndin var tekin um haust á suðurhveli. Öldurnar eru hélaðar af koldíoxíð sem hefur þést úr lofthjúpnum.

Þegar vetur gengur í garð mun ís þekja gervallt svæðið. Á þessum tímapunkti er svæðið flekkótt því hrímið hefur enn ekki þakið yfirborðið fyrir neðan öldurnar. Yfirborðið fyrir neðan öldurnar virðist skorið fíngerðum lægðum sem kallast „araneiform terrain“ og myndast við þurrgufun (þegar efni fer úr föstu efni í gas) á vorin.

Þótt Mars virðist frosið undraland er hann ekki frosinn í tíma: Á vorin eykst virknin á þessu svæði til muna.

Þýðing: Sævar Helgi Bragason

númer: ESP_033371_1080
dagsetning myndatöku: 08. september 2013
hæð yfir sjávarmáli: 249 km

https://uahirise.org/hipod/is/ESP_033371_1080
NASA/JPL-Caltech/UArizona
#Mars #NASA #Icelandic #íslenska

twitter  •  tumblr

NASA/JPL-Caltech/UArizona
Svarthvítar myndir eru innan við 5 km á breidd, falslitamyndir innan við 1 km.