Í dag vita vísindamenn að á Mars er mun meiri ís en eitt sinn var talið. Margar jarðmyndanir eru næstum hreinn ís, líkt og jöklar á Jörðinni.
Ekki er vitað hvort ísinn á Mars skreið fram og hopaði eins og jöklar á Jörðinni. Ef við vitum hversu hröð framrás þeirra var (ef framrás var þá yfir höfuð!) getum við lært mun meira um loftslag Mars og hvernig það hefur breyst í gegnum tíðina.
Á myndinni sést ein ísmyndunin í kringum litla hæð. Við rætur hæðarinnar hefur ísinn óvenjulega áferð og hafa menn lýst henni sem
„heilalandslagi“. Yfirborðið er óvenjulegt á að líta og gæti það tengst framrás íss, þótt ekki sé enn til fullnægjandi skýring á þessari ráðgátu.
Þýðing:
Sævar Helgi Bragasonnúmer:
ESP_033165_2195dagsetning myndatöku: 23. ágúst 2013
hæð yfir sjávarmáli: 298 km
https://uahirise.org/hipod/is/ESP_033165_2195
NASA/JPL-Caltech/University of Arizona
#Mars #NASA #Icelandic #íslenska