Hér sést fjall í miðju gígs sem er umvafið hringlaga sigdalamyndun og fremur flötu landslagi. Er sigdalurinn merki um það sem jarðfræðingar kalla „ójafna samþjöppun“?
Með þéttingu eða samþjöppun er vísað til sets sem upphaflega var gropið og hulið öðru seti (kallað „farg“) sem dró úr glúpleikanum. Með öðrum orðum þjappast sandagnirnar æ meira saman. Ójöfn þétting verður þegar breytingar verða á þykkt fargsins á tilteknum svæðum svo yfirborðið verður ójafnt. Sigdalurinn gæti verið merki um myndun ójafns landslags.
Þýðing:
Sævar Helgi Bragasonnúmer:
ESP_033108_1800dagsetning myndatöku: 19. ágúst 2013
hæð yfir sjávarmáli: 271 km
https://uahirise.org/hipod/is/ESP_033108_1800
NASA/JPL-Caltech/University of Arizona
#Mars #NASA #Icelandic #íslenska