HiPOD 24. júní 2021 
Hlykkjóttir hryggir sem skerast í gegnum jarðlagaeiningar Medusae Fossae myndunarinnar

Hlykkjóttir hryggir sem skerast í gegnum jarðlagaeiningar Medusae Fossae myndunarinnar
Hér sést óvenju langur hlykkjóttur hryggur, hugsanlega upphleyptur árfarvegur, sem liggur í gegnum jarðlagaeiningar sem nýlega hafa verið kortlagðar í Medusae Fossae mynduninni.

Á austurhluta myndarinnar birtist hlykkjótti hryggurinn okkur þannig, að margt bendir til þess að rof hafi orðið á landslaginu í kring. Athyglisvert er að engin upphleyping er innan í farveginum og heldur ekki vestan við hann. Það bendir til þess að vökvi hafi streymt þarna um áður en víðtækt rof varð.

Með hjálp HiRISE gætum við aflað frekari upplýsinga um það hvenær vökvi flæddi hér um og samband hans við sögu Medusae Fossae myndunarinnar.

Þýðing: Sævar Helgi Bragason


númer: ESP_032620_1780
dagsetning myndatöku: 12. júlí 2013
hæð yfir sjávarmáli: 269 km

https://uahirise.org/hipod/is/ESP_032620_1780
NASA/JPL-Caltech/UArizona
#Mars #NASA #Icelandic #íslenska

twitter  •  tumblr

NASA/JPL-Caltech/UArizona
Svarthvítar myndir eru innan við 5 km á breidd, falslitamyndir innan við 1 km.