HiPOD 22. júní 2021 
Myndun og hörfun íss árekstragíg í Utopia Basin

Myndun og hörfun íss árekstragíg í Utopia Basin
Þessi mynd liggur eftir endilöngum árekstrargíg, barma á milli. Marg hefur gerst sem breytti hefur útliti gígsins frá myndun hans en þessi mótunarferli eru meginviðfangsefni myndarinnar.

Gígurinn er ekki lengur djúpur og skálarlaga: Hann er grunnur og almennt flatur að innan sem bendir til að hann hafi fyllst af efni. Litlu upphleyptu myndanirnar á yfirborðinu gefa okkur vísbendingar um það sem gerst hefur. Liðuðu samsíða hryggirnir benda til að efnið hafi færst til og streymt, hugsanlega á nokkrum stigum, eitt af öðru, líklega vegna íss undir yfirborðinu.

Litlu pyttirnir og stærri dældirnar vísa til þess að tiltölulega nýlega hafi ísinn horfið við þurrgufun (breyst úr föstu formi í gas) og þannig dregið saman yfirborðið. Þessi saga um myndun og hörfun ísríks efnis, sem hugsanlega hefur gerst nokkrum sinnum í nýlegri sögu Mars (eða lengur og á sér e.t.v. enn stað í dag), er í samræmi við svipaðar myndanir á stærri svæðum í Utopia dældinni.

Þýðing: Sævar Helgi Bragason


númer: ESP_032569_2225
dagsetning myndatöku: 08. júlí 2013
hæð yfir sjávarmáli: 298 km

https://uahirise.org/hipod/is/ESP_032569_2225
NASA/JPL-Caltech/UArizona
#Mars #NASA #Icelandic #íslenska

twitter  •  tumblr

NASA/JPL-Caltech/UArizona
Svarthvítar myndir eru innan við 5 km á breidd, falslitamyndir innan við 1 km.