HiPOD 18. júní 2021 
Dreifð vetrarbirta í Chasma Boreale stallanum

Dreifð vetrarbirta í Chasma Boreale stallanum
Þegar HiRISE tók þessa mynd var sólin rétt byrjuð að skríða upp fyrir háar breiddargráður í vetrarlok í norðri. Myndin sýnir bratta stalla í kringum setlögin við norðurpólinn.

Sólarljósið er mjög dreift vegna aðstæðna í lofthjúpnum en sólin var innan við hálfa gráðu yfir sjóndeildarhringnum. Þessi dreifða vetrarbirta gefur myndinni einstakt útlit, næstum eins og um málverk sé að ræða. Yfirborðið er þakið rykblönduðu koldíoxíðhrími.

Þýðing: Sævar Helgi Bragason


númer: ESP_032559_2645
dagsetning myndatöku: 07. júlí 2013
hæð yfir sjávarmáli: 319 km

https://uahirise.org/hipod/is/ESP_032559_2645
NASA/JPL-Caltech/UArizona
#Mars #NASA #Icelandic #íslenska

twitter  •  tumblr

NASA/JPL-Caltech/UArizona
Svarthvítar myndir eru innan við 5 km á breidd, falslitamyndir innan við 1 km.