Hér sést fallegt dæmi um giljadrög í Nereidum Montes fjallgarðinum í Argyre Planitia, einni stærstu árekstradældinni á Mars.
Tilgangurinn með þessari myndatöku var að kanna hvar giljadrögin verða til í fjöllunum. Ef við getum svarað því gætum við lært ýmislegt um þau ferli sem skópu giljadrögin. Á þessu tiltekna svæði er ýmislegt sem bendir til jöklunar í fortíðinni.
Nereidum Montes fjallgarðurinn er um það bil 1.150 kílómetrar að lengd. Gríski stjörnufræðingurinn Eugene Michel Antoniadi gaf fjöllunum þetta nafn.
Þýðing:
Sævar Helgi Bragason
númer:
ESP_032522_1345dagsetning myndatöku: 04. júlí 2013
hæð yfir sjávarmáli: 255 km
https://uahirise.org/hipod/is/ESP_032522_1345
NASA/JPL-Caltech/University of Arizona
#Mars #NASA #Icelandic #íslenska