HiPOD 30. apríl 2021 
Setlög í Ladon dældinni

Setlög í Ladon dældinni
Á þessari mynd sjást ljósleit setlög á mörkunum milli Ladon Valles farvegsins og Ladon dældarinnar.

Þessi setlög gætu annað hvort hafa borist með vatni meðfram Ladon Valles þegar vatn svarf farveginn, eða í Ladon dældinni sjálfri þegar þarna var stöðuvatn. Í sumum þessara ljósleitu setlaga eru merki um leirsteindir sem benda til þess að vatnið gæti hafa verið heppilegt fyrir líf.

Þýðing: Sævar Helgi Bragason


númer: ESP_032297_1595
dagsetning myndatöku: 17. júní 2013
hæð yfir sjávarmáli: 262 km

https://uahirise.org/hipod/is/ESP_032297_1595
NASA/JPL-Caltech/UArizona
#Mars #NASA #Icelandic #íslenska

twitter  •  tumblr

NASA/JPL-Caltech/UArizona
Svarthvítar myndir eru innan við 5 km á breidd, falslitamyndir innan við 1 km.