Setlagabunkinn við suðurpól Mars er þykkur ís- og rykstafli sem myndast hefur á mörgum milljónum ára. Setmyndunarhraðinn breytist með tímanum og stundum verður rof í staflanum á sumum stöðum.
Hér sést lítill stapi eða hæðahringur við brún setlagabunkans. Líklega var hér eitt sinn árekstragígur. Gígbotninn veitti viðnám og var skilinn eftir þegar rof hélt áfram á restinni af yfirborðinu.
Myndir á borð við þessa geta sýnt okkur hvar rof á sér stað í setlögunum og hversu mikill ís og hve mikið ryk hefur glatast. Það hjálpar okkur aftur að
recorded in the layersskilja söguna sem skráð er í lögin.
Þýðing:
Sævar Helgi Bragason
númer:
ESP_032020_0955dagsetning myndatöku: 26. maí 2013
hæð yfir sjávarmáli: 247 km
https://uahirise.org/hipod/is/ESP_032020_0955
NASA/JPL-Caltech/University of Arizona
#Mars #NASA #Icelandic #íslenska