Sumstaðar á miðlægum og lágum breiddargráðum á Mars eru dularfullir, grunnir dalir. Útlitslega eru þessir dalir eru mjög ólíkir öðrum gömlum, stórum og vel þróuðum dalakerfum á Mars.
Áhrif fljótandi vatns eða íss á landslagið veitir okkur innsýn í fornloftslag á Mars og aldur og uppruna þessara grunnu dala. Það gæti aftur hjálpað til við að auka skilning okkar á umhverfinu sem þeir mynduðust í og hugsanlegan lífvænleika á seinni stigum í sögu Mars.
Grunni dalurinn á myndinni hefur fyllst af litlum, þverlægum sandsköflum sem stefna hornrétt á veggi dalanna.
Þýðing:
Sævar Helgi Bragasonnúmer:
ESP_031817_1410dagsetning myndatöku: 10. maí 2013
hæð yfir sjávarmáli: 251 km
https://uahirise.org/hipod/is/ESP_031817_1410
NASA/JPL-Caltech/University of Arizona
#Mars #NASA #Icelandic #íslenska