HiPOD 16. apríl 2021 
Varúð! Grjóthrun!

Varúð! Grjóthrun!
Upphaflegur tilgangur þessarar myndatöku var að leita að breytingum sem orðið hafa á hlíðunum frá því að eldri myndir voru teknar af sama stað. Fyrirbæri sem EKKI hefur breyst mikið milli mynda vekur þó eftirtekt: Margar slóðir eftir hnullinga sem hafa runnið niður hlíðar gígsins.

Þegar hnullungar renna niður rykugar hlíðar á Mars geta þeir skilið eftir sig langar, skellóttar slóðir í hlíðunum. Slóðir hnullunganna geta annað hvort verið ljósari eða dekkri en svæðið í kring. Slóðirnar á þessari mynd virðast allar eiga rætur að rekja til lítillar hvilftar nærri gígbrúninni. Þær dreifa úr sér niður hlíðina og enda loks við gígbotninn. Þegar búið er að auka skerpu myndarinnar af svæðinu þar sem slóðirnar enda sjást ótal hnullungar, sumir við endimörk slóðanna.

HiRISE hefur séð slóðir hnullunga dofna með tímanum á öðrum stöðum. Þegar slóðirnar á þessari mynd, sem tekin var í mars 2013, eru bornar saman við mynd sem tekin var í maí 2010, virðast þær ekki hafa dofnað eins mikið og í áðurnefndu dæmi, þrátt fyrir að lengri tími hafi liðið milli myndanna. Þetta gæti verið vegna þess að gígurinn á myndinni er á stað á Mars sem er ekki eins rykugur.

Þýðing: Sævar Helgi Bragason


númer: ESP_031280_1705
dagsetning myndatöku: 29. mars 2013
hæð yfir sjávarmáli: 263 km

https://uahirise.org/hipod/is/ESP_031280_1705
NASA/JPL-Caltech/UArizona
#Mars #NASA #Icelandic #íslenska

twitter  •  tumblr

NASA/JPL-Caltech/UArizona
Svarthvítar myndir eru innan við 5 km á breidd, falslitamyndir innan við 1 km.