HiRISE hefur fylgst grannt með bröttum hlíðum á Mars vegna þess að í sumum þeirra eru virk landmótunarferli. Í sumum tilvikum sjást árstíðabundin flæði í hlýjum hlíðum sem bendir til að vatn leiki þarna eitthvert hlutverk í virkninni.
Hæðirnar í miðju Hale gígsins er dæmi um slíkan stað. Í bröttum hlíðum hans, undir
bergopnum með nokkuð dökkum og rauðleitum línum sem liggja ofan í skriðurnar, sjást ótal árstíðabundin rennsli.
Þessar línur vaxa hægt yfir nokkurra mánaða skeið, dofna og hverfa yfir kaldasta tímann (veturna á suðurhveli), myndast svo á ný næst þegar hlýnar (á vorin og sumrin á suðurhveli).
Þýðing:
Sævar Helgi Bragason númer:
ESP_031203_1440dagsetning myndatöku: 23. mars 2013
hæð yfir sjávarmáli: 254 km
https://uahirise.org/hipod/is/ESP_031203_1440
NASA/JPL-Caltech/University of Arizona
#Mars #NASA #Icelandic #íslenska