HiPOD 08. apríl 2021 
Slóđir eftir sandstróka og rákir í hlíđum sandalda á Mars

Slóđir eftir sandstróka og rákir í hlíđum sandalda á Mars
Á ţessari mynd sést sandöldusvćđi á Nili Fossae svćđinu á Mars. Dökku línurnar sem liggja ţvers og kruss um sandöldurnar eru slóđir eftir sandstróka.

Sandstrókar eđa sveipir eru hvirfilvindar sem ţyrla upp ljósleitu rykinu á yfirborđinu ţegar ţeir fćrast yfir ţađ. Línurnar sem sjá má á sandöldunum má rekja til dökkleitari sands sem situr eftir ţegar ţunna ryklagiđ hefur fokiđ burt.

Ţetta svćđi var seinast ljósmyndađ í ágúst áriđ 2009, fyrir nćstum tveimur Mars-árum, en á ţeirri mynd eru slóđir eftir sandstróka líka sjáanlegar. Aftur á móti eru slóđirnar sem nú sjást gerólíkar hinum fyrri. Ţetta segir okkur ađ í millitíđinni hafi orđiđ ađ minnsta kosti einn sandstormur sem hafi afmáđ gömlu slóđirnar en fjöldi sandstróka myndađ nýjar slóđir í kjölfariđ.

Viđ sjáum einnig dökkar rákir stefna niđur hlíđar sandaldanna. Ţessar rákir má rekja til einhvers konar flćđis niđur ölduna sem fjarlćgir ysta og ljósa rykiđ. Áriđ 2009 sáust samskonar rákir á hlíđum aldanna en ţćr voru ólíkar ţeim sem viđ sjáum nú. Ţar af leiđandi er ljóst ađ flćđiđ sem orsakađi ţessar rákir enn virkt í dag.

Ţýđing: Sćvar Helgi Bragason

númer: ESP_031199_2070
dagsetning myndatöku: 23. mars 2013
hæð yfir sjávarmáli: 286 km

https://uahirise.org/hipod/is/ESP_031199_2070
NASA/JPL-Caltech/UArizona
#Mars #NASA #Icelandic #íslenska

twitter  •  tumblr

NASA/JPL-Caltech/UArizona
Svarthvítar myndir eru innan við 5 km á breidd, falslitamyndir innan við 1 km.