Á ţessari mynd sést tiltölulega ósnortinn árekstrargígur. Á
nćrmyndinni sjást áberandi ljósar línur og blettir í brattri hlíđ á norđurbarmi gígsins.
HiRISE tók mynd af ţessum gíg fyrir 5 árum (2,6 Marsárum), í mars 2008, en ţá sáust mynstrin ekki. Slitróttu ljósu blettirnir eru taldir hafa myndast ţegar hnullungar skoppuđu í og rúlluđu niđur hlíđina.
En hvađan komu hnullungarnir? Hugsanlega brotnuđu ţeir af bröttu klettaveggjunum í gígnum, ţótt viđ sjáum reyndar engin ljós sár í veggjunum sem gćti bent á upprunann. Einnig er hugsanlegt ađ steinarnir hafi kastast hingađ í kjölfar annars áreksturs í grenndinni.
Hvers vegna eru slóđirnar svona ljósar? Hugsanlega er jarđvegurinn hér undir almennt ljósari en rykiđ ofan á, eins og Spirit jeppinn fann út í Gusev gígnum. Ekki getur veriđ um ís ađ rćđa ţví ţessi hliđ gígsins snýr í átt ađ miđbaug svo hér er hlýtt á sumrin.
Ţýđing:
Sćvar Helgi Bragason númer:
ESP_031103_1405dagsetning myndatöku: 16. mars 2013
hæð yfir sjávarmáli: 252 km
https://uahirise.org/hipod/is/ESP_031103_1405
NASA/JPL-Caltech/University of Arizona
#Mars #NASA #Icelandic #íslenska