HiPOD 25. mars 2021 
Breytilegar slóđir sandstróka og sandráka í Noachis Terra

Breytilegar slóđir sandstróka og sandráka í Noachis Terra
Sanöldur á Mars eru vinsćlt rannsóknarefni af ýmsum ástćđum. Nýlegar rannsóknir hafa einkum beinst ađ ţví hvernig sandöldur og gárur fćrast.

Á ţessari mynd sjáum viđ sandöldur í gíg í Noachis Terra. Ţegar viđ ţysjum inn ađ einu ţessara svćđa, koma í ljós jađrar tveggja alda sem gárur og grjót skilja í sundur. Viđ getum boriđ ţetta svćđi saman viđ ađra mynd sem tekin var fyrir tveimur Marsárum. Á eldri myndinni sést aragrúi dökkra ráka á öldunum. Ţetta eru slóđir eftir sandstróka sem myndast ţegar hvirfilvindar ţyrla ţunnu ryklagi upp af yfirborđinu og leiđa í ljós dekkra undirlag.

Ađ auki sjást dökkar sandrákir sem liggja í vestur frá eystri öldunni. Samanburđur á myndunum sýnir ađ nćstum allar slóđir sandstrókanna og dökku rákirnar hafa horfiđ síđastliđin tvö Marsár. Fátt er eftir sem bendir til ţess ađ sandöldurnar og gárurnar hafi fćrst (myndirnar hafa ţó ekki veriđ unnar sérstaklega til nákvćmari greiningar).

Líklega legst ryk regulega yfir svćđiđ og fýkur svo burt af öldunum. Rykiđ gćti komiđ í veg fyrir ađ öldurnar og gárurnar fćrist mikiđ svo ţćr breytingar sem viđ sjáum, eru ađeins tilkomnar ţegar ţunnu ryklögin fjúka burt af öldunum og minniháttar sandrákir myndast.

Ţýđing: Sćvar Helgi Bragason

númer: ESP_030014_1245
dagsetning myndatöku: 21. desember 2012
hæð yfir sjávarmáli: 249 km

https://uahirise.org/hipod/is/ESP_030014_1245
NASA/JPL-Caltech/UArizona
#Mars #NASA #Icelandic #íslenska

twitter  •  tumblr

NASA/JPL-Caltech/UArizona
Svarthvítar myndir eru innan við 5 km á breidd, falslitamyndir innan við 1 km.