HiPOD 15. október 2021 
Vorkeilur

Vorkeilur
Á háum breiddargráðum á veturna þéttist koldíoxíð úr lofthjúpi Mars á yfirborðið og myndar árstíðabundna pólhettu. Á vorin skín sólin í gegnum þetta hálf-gegnsæja þurríslag og hitar upp jarðveginn undir.

Ísinn þurrgufar (fer beint úr föstu formi í gas) á neðri hlið íslagsins og gas festist á milli. Þegar þrýstingur er orðinn nógu hár, brotnar ísinn og gasið losnar. Við kjöraðstæður getur þetta gas þést staðbundið nærri uppsprettunni og myndað ljósa keila.

Dökku keilurnar eru fínkorna yfirborðsefni sem berst með gasin sem losnar upp úr yfirborðsísnum. Fínar ágnir berast með vindi og setjast niður sem dökkar keilur ofan á ísnum. Þar gætu þær hægt og rólega sokkið aftur ofan í ísinn. Raðir af dökkum keilum sýna upprunalegu sprungurnar í ísnum sem gerðu gasinu kleift að losna.

Þýðing: Sævar Helgi Bragason

númer: ESP_029577_0925
dagsetning myndatöku: 17. nóvember 2012
hæð yfir sjávarmáli: 247 km

https://uahirise.org/hipod/is/ESP_029577_0925
NASA/JPL-Caltech/UArizona
#Mars #NASA #Icelandic #íslenska

twitter  •  tumblr

NASA/JPL-Caltech/UArizona
Svarthvítar myndir eru innan við 5 km á breidd, falslitamyndir innan við 1 km.