Ljóst koldíoxíðhrím (eða þurrís)
setur sterkan svip á þessa farvegi sem sorfnir eru í yfirborðið. Á vorin, þegar árstíðabundna pólhettan sem er úr þurrís gufar upp (þurrgufar, þ.e. fer beint úr föstu formi í gas), verður örlítið rof í farvegunum á lagmótum íssins og yfirborðsins. Rofið verður undir árstíðabundna íslaginu: Þegar gas undir ísnum losnar burt, ber það með sér laust yfirborðsefni. Yfirborðsefnið berst með vindinum, sest svo niður á yfirborðið og myndar dökkar keilur ofan á árstíðabundna laginu.
Gasið undir ísnum berst alltaf út þar sem fyrirstaðan er minnst. Á þessu svæði barst gasið í gegnum melatíglana á yfirborðinu. Melatiglar eru algengir á háum breiddargráðum og myndast við útþenslu og samdrátt vatnsís í yfirborðinu.
Þýðing:
Sævar Helgi Bragason númer:
ESP_029545_0950dagsetning myndatöku: 14. nóvember 2012
hæð yfir sjávarmáli: 248 km
https://uahirise.org/hipod/is/ESP_029545_0950
NASA/JPL-Caltech/University of Arizona
#Mars #NASA #Icelandic #íslenska