HiPOD 13. október 2021 
Skarð í gígbarmi í Tartarus Montes

Skarð í gígbarmi í Tartarus Montes
Á þessari mynd sést lítið skarð í gígbarmi og greinilegur farvegur. Svo virðist sem hraun hafi streymt í gegnum skarðið og fyllt upp í þennan næstum 10 km breiða árekstragíg.

Með því tað taka aðra mynd af sama svæði frá öðru sjónarhorni (það sem við köllum þrívítt par) getum við skoðað landslagið í þrívídd og hjálpar það okkur að svara ýmsum spurningum um það sem gerðist hér. Kemur til dæmis hæsta brún hraunsins heim og saman við að flætt hafi upp úr gígnum og út fyrir hann? Eða fylltist gígurinn og jafnaði hæð hraunsins fyrir utan?

Þýðing: Sævar Helgi Bragason

númer: ESP_029072_2040
dagsetning myndatöku: 08. október 2012
hæð yfir sjávarmáli: 287 km

https://uahirise.org/hipod/is/ESP_029072_2040
NASA/JPL-Caltech/UArizona
#Mars #NASA #Icelandic #íslenska

twitter  •  tumblr

NASA/JPL-Caltech/UArizona
Svarthvítar myndir eru innan við 5 km á breidd, falslitamyndir innan við 1 km.