HiPOD 14. október 2021 
Hvað er þetta?

Hvað er þetta?
Hvað sjáum við hér? Sjá má langa línulega hryggi eða upplyft landslag þakið reglulegum dökkum blettum. Í fullri upplausn og í lit, sjáum við að yfirborðið er þakið gárum og að sumir dökku blettirnir eru umluktir ljósari hjúp.

Gefstu upp? Þetta eru sandöldur þaktar koldíoxíðhrími, síðla vetrar, þegar koldíoxíðið er að byrja að gufa upp (breytast úr ís í gufu). Hins vegar er þurrgufunarferlið nokkuð flókið og leiðir til bletta, ráka og svo framvegis, eins og lýst er í eldri myndbirtingu frá HiRISE. Við höfum tekið myndir af þessu svæði í þrígang undanfarin ár: ESP_020276_1180, ESP_019854_1180, og ESP_019287_1180.

Myndin er mjög lík ESP_019854_1180 vegna þess að sú mynd var tekin fyrir næstum nákvæmlega einu Marsári, á sama árstíma, en hinar tvær myndirnar eru ólíkari. Á sama hátt og árstíðabreytingar á jörðinni koma mismunandi fram milli ára, geta sömu svæði á Mars verið harla ólík á sama árstíma, milli ára.

Þýðing: Sævar Helgi Bragason

númer: ESP_028689_1180
dagsetning myndatöku: 08. september 2012
hæð yfir sjávarmáli: 250 km

https://uahirise.org/hipod/is/ESP_028689_1180
NASA/JPL-Caltech/UArizona
#Mars #NASA #Icelandic #íslenska

twitter  •  tumblr

NASA/JPL-Caltech/UArizona
Svarthvítar myndir eru innan við 5 km á breidd, falslitamyndir innan við 1 km.