Á þessari mynd sést lægð í Noctis Labyrinthus frá brún til brúnar. Noctis Labyrinthus er völundarhús dælda og lægða í fremsta hluta Valles Marineris, stærsta gljúfurs í sólkerfinu.
Öll þessi landslagseinkenni benda til þess að skorpan á Mars hafi rifnað í sundur og opnað dýpri innviði Mars. Lægðirnar eru líka staðir þar sem set af ýmsum toga safnast saman. Þegar við komum auga á sérkennileg fyrirbæri á botni einnar lægðar er erfitt að segja til hvort það sé dýpri opna eða eitthvað tiltölulega ungt sem hefur sest þar fyrir.
Litirnir á hluta myndarinnar benda til þess að efnið á botni þessarar tilteknu lægðar sé ólíkt því sem sjá má í veggjum hennar.
Þýðing:
Sævar Helgi Bragason númer:
ESP_028410_1710dagsetning myndatöku: 18. ágúst 2012
hæð yfir sjávarmáli: 254 km
https://uahirise.org/hipod/is/ESP_028410_1710
NASA/JPL-Caltech/University of Arizona
#Mars #NASA #Icelandic #íslenska