HiPOD 03. ágúst 2021 
Hraunjaðar á Elysium Planitia

Hraunjaðar á Elysium Planitia
Á þessari mynd sjást smáatriði í hraunbreiðu við miðbaug Mars. Á dekkri svæðunum er yfirborð hraunsins hrjúfara svo skuggar myndast sem gefa svæðinu dekkra yfirbragð.

Þetta hrjúfa hraun er umlukið sléttara hrauni en í því má greina ummerki útþenslu. Í eldfjallafræði verður „útþensla“ þegar storknuð hraunskorpa lyfist upp af völdum fljótandi kviku sem treðst undir það á meðan framrás hraunsins stendur yfir. Merki útþenslunnar sjást best á suðurhluta myndarinnar.

Þýðing: Sævar Helgi Bragason



númer: ESP_028004_1825
dagsetning myndatöku: 17. júlí 2012
hæð yfir sjávarmáli: 273 km

https://uahirise.org/hipod/is/ESP_028004_1825
NASA/JPL-Caltech/UArizona
#Mars #NASA #Icelandic #íslenska

twitter  •  tumblr

NASA/JPL-Caltech/UArizona
Svarthvítar myndir eru innan við 5 km á breidd, falslitamyndir innan við 1 km.