Í Coprates Chasma er nokkurra kílómetra breið bergopna sem veitir vísindamönnum upplýsingar um ferlin sem mótuðu þennan stað í fjarlægri fortíð. Á þessari mynd HiRISE sést berg í ýmsum lit og birtu meðfram vegg dældarinnar.
Ljósleita bergið gæti að einhverju leyti innihaldið steindir sem urðu til þegar basalt ummyndaðist í vatni sem streymdi djúpt undir yfirborðinu fyrir óralöngu, áður en dældin opnaðist. Þetta sama berg gæti hins vegar líka verið setlög sem mynduðust þegar vatn fyllti dældina að hluta til.
Neðst á myndinni sjást dökkar sandöldur sem eru til vitnis um nýlega virkni á þessum stað.
Þýðing:
Sævar Helgi Bragason
númer:
ESP_027973_1650dagsetning myndatöku: 15. júlí 2012
hæð yfir sjávarmáli: 265 km
https://uahirise.org/hipod/is/ESP_027973_1650
NASA/JPL-Caltech/University of Arizona
#Mars #NASA #Icelandic #íslenska