HiPOD 06. júlí 2021 
Hrun úr hamravegg við norðurpólinn

Hrun úr hamravegg við norðurpólinn
Á norðurheimskauti Mars er íshetta sem er nokkurra kílómetra þykk í miðjunni. Á sumum stöðum (eins og á þessari mynd) endar hún í bröttum íshömrum sem geta verið um 800 metra háir.

Þessir hamraveggir eru því sem næst lóðréttir en hallinn veldur því að ísjakar brotna af og falla niður á slétturnar í kring. Þétt net af sprungum þekja þessa íshamra svo jakarnir brotna auðveldlega af. Við höfum séð nýlegar leifar þeirra birtast í rótum hamranna milli þess að HiRISE tekur myndir, svo við fylgjumst reglulega með svæði á borð við þetta til að kanna hvort nýir molar hafi fallið. Að skilja hvernig hamrarnir myndast, hjálpar okkur að skilja loftslagssöguna sem skráð er í íshettuna sjálfa.

Þýðing: Sævar Helgi Bragason


númer: ESP_027451_2635
dagsetning myndatöku: 04. júní 2012
hæð yfir sjávarmáli: 320 km

https://uahirise.org/hipod/is/ESP_027451_2635
NASA/JPL-Caltech/UArizona
#Mars #NASA #Icelandic #íslenska

twitter  •  tumblr

NASA/JPL-Caltech/UArizona
Svarthvítar myndir eru innan við 5 km á breidd, falslitamyndir innan við 1 km.