Þetta svæði sem inniheldur sigðarlaga sandöldur er að finna rétt sunnan við lagskipta landslagið við norðurpólinn.
Sandöldur af þessu tagi, sem kallast hófskaflar, myndast þar sem setmagn er ekki mikið en vindátt stöðug. Hornin á hófsköflunum vísa undan vindi en í þessu tilviki hefur vindurinn einkum blásið í norðvestur.
Sandöldurnar á nærmyndinni eru um það bil 100 metrar að breidd og liggja á ójöfnu en hörðu yfirborði. Sumstaðar eru melatíglar augljósir en annars staðar liggur fjöldi hnullunga, um það bil metri að stærð, yfir svæðið. Hnullungarnir eru tíðari þar sem tíglamynstrin eru ekki jafn áberandi. Endurteknar myndatökur af þessu sandöldusvæði gæti leitt í ljós hvort skaflarnir séu að færast til.
Þýðing:
Sævar Helgi Bragason
númer:
ESP_027378_2540dagsetning myndatöku: 29. maí 2012
hæð yfir sjávarmáli: 317 km
https://uahirise.org/hipod/is/ESP_027378_2540
NASA/JPL-Caltech/University of Arizona
#Mars #NASA #Icelandic #íslenska