Í mörgum lægðum í Noctis Labyrinthus er ljóst og stundum lagskipt efni. Noctis Labyrinthus er við vestasta enda Valles Marineris gljúfurkerfisins. Vestan við það eru eldfjöllin á Tharsis.
Á þessari mynd HiRISE sést dæmi um ljóst efni sem finnst víða á botni margra dælda í Noctis. Litrófsgögn frá CRISM mælitækinu, sem einnig er um borð í MRO geimfarinu, benda til að þetta ljósa efni sé vatnað (þ.e. innihaldi vatn). Vatnaða efnið gæti hafa myndast þegar vatn seytlaði upp í dældina eða þegar ís í henni bráðnaði, hugsanlega vegna jarðhita.
Eldri mynd tekin af sama stað verður skeytt saman við þessa nýju mynd og þannig
útbúin þrívíddarmynd. Þrívíddarmyndin ætti að gera vísindamönnum kleift að skilja sambandið milli ljósa efnisins og dökka bergsins á botni dældarinnar.
Þýðing:
Sævar Helgi Bragason
númer:
ESP_027236_1680dagsetning myndatöku: 18. maí 2012
hæð yfir sjávarmáli: 252 km
https://uahirise.org/hipod/is/ESP_027236_1680
NASA/JPL-Caltech/University of Arizona
#Mars #NASA #Icelandic #íslenska