Í þessum lögum við norðurpól Mars er líklega geymd saga hnattrænna loftslagsbreytinga á reikistjörnunni, svipaðra og ísalda á Jörðinni.
Hér virðast lögin bylgjótt, annað hvort vegna þess að lögin, sem liggja flöt, hafa veðrast og myndað grunna dali eða hryggi, eða vegna þess að lögin eru ekki lárétt. Sum lögin virðast hafa styst eða þrengt að öðrum lögum og er það vísbending um roftímabil og áframhaldandi myndun nýrra laga í kjölfarið.
Stefna beggja bylgjóttu laganna og „mislægið“ eða rofflöturinn, verða ákvörðuð þegar þessi mynd og þrívíð útgáfa af henni hafa verið notuð til að mæla landslagsútlínurnar.
Þýðing:
Sævar Helgi Bragason
númer:
ESP_027058_2625dagsetning myndatöku: 04. maí 2012
hæð yfir sjávarmáli: 315 km
https://uahirise.org/hipod/is/ESP_027058_2625
NASA/JPL-Caltech/University of Arizona
#Mars #NASA #Icelandic #íslenska