HiPOD 13. júlí 2021 
Bugðóttir hryggir á Aeolis Planum

Bugðóttir hryggir á Aeolis Planum
Á þessari mynd sjáum við nokkra mjög bugðótta hryggi, suma mjög veðraða en aðra fremur vel afmarkaða.

Veðruðu hryggirnir eru í lægð en afmörkuðu hryggirnir liggja hærra. Þessi mynd gerir vísindamönnum kleift að greina landslagið vel sem og staðbunda áferð beggja tegunda hryggja, finna út hvort þeir voru hluti af sama kerfi og hvort þeir urðu til í tveimur mismunandi jarðlögum við mismunandi vökvaatburði.

Þýðing: Sævar Helgi Bragason


númer: ESP_026462_1740
dagsetning myndatöku: 19. mars 2012
hæð yfir sjávarmáli: 267 km

https://uahirise.org/hipod/is/ESP_026462_1740
NASA/JPL-Caltech/UArizona
#Mars #NASA #Icelandic #íslenska

twitter  •  tumblr

NASA/JPL-Caltech/UArizona
Svarthvítar myndir eru innan við 5 km á breidd, falslitamyndir innan við 1 km.