Berghlaup ķ Valles Marineris eru vęgast sagt risavaxnar og nį stundum frį einum gljśfurvegg aš rótum žess nęsta. Į mynd HiRISE sjįum viš 45 km langt svęši og 2 kķlómetra lękkun nišur ķ Ius Chasma. Žetta berghlaup kallast Ius Labes og nęši yfir mestallt flatarmįl Vatnajökuls, vęri žaš į Jöršinni.
Hér sést dökkleitt efni sem liggur frį hjöllum ķ berghlaupinu og myndar sandöldur og ašrar dökkar vindbornar rįkir. Gögn frį CRISM litrófsritanum, sem gefa okkur jaršfręšilegt samhengi svęšisins og efnasamsetningu žess, benda til aš sandöldurnar eig rętur aš rekja til efnis śr berghlaupinu.
Į öšrum svęšum myndarinnar sjįst smęrri gįrur og sléttari og įvalari įferš į skrišunni, sem er til merkis um flutning meš vindi og rof ķ langan tķma.
Žessi stašur į sér langa og flókna landmótunarsögu. Aš lķkindum er hśn eftirfarandi: (1) Hraun og gjóska myndaši smįm saman veggi gljśfursins; (2) kraftar sem teygšu į og sprengdu bergiš myndušu smįtt og smįtt Valles Marineris; (3) tilfęrsla massa hófst žegar veikt og laust berg laut ķ lęgra haldi fyrir žyngdarkraftinu og féll nišur gljśfriš sem mikil berghlaup eša smęrri bergspżjur; (4) vindur feykti litlum sandkornum og myndaši öldurnar og gįrurnar sem viš sjįum į myndinni į sama tķma og hann vešraši og mótaši landslagiš hęgt og bķtandi.
Žżšing:
Sęvar Helgi Bragason
númer:
ESP_026444_1720dagsetning myndatöku: 18. mars 2012
hæð yfir sjávarmáli: 265 km
https://uahirise.org/hipod/is/ESP_026444_1720
NASA/JPL-Caltech/University of Arizona
#Mars #NASA #Icelandic #ķslenska