HiPOD 16. júlí 2021 
Eldborgir á Cydonia svæðinu

Eldborgir á Cydonia svæðinu
Á þessari mynd er athyglinni beint að óvenju mörgum gígóttum keilum sem fundust á myndum Mars Orbiter Camera. Þetta gætu hugsanlega verið leirhveragígar. Svona gígar eru algengir t.d. í Gobustan-héraði í Azerbajan og við Kaspíahafið.

Séu þetta leirhveragígar, þá vaknar sú spurning hvaða ferli í jarðskorpu Mars gæti hafa myndað þá? Með þeirri upplausn sem næst með HiRISE myndavélinni er hægt að skoða fíngert munstur rennslis og bera saman við gíga á öðrum stöðum á Mars.



númer: ESP_025439_2210
dagsetning myndatöku: 30. desember 2011
hæð yfir sjávarmáli: 299 km

https://uahirise.org/hipod/is/ESP_025439_2210
NASA/JPL-Caltech/UArizona
#Mars #NASA #Icelandic #íslenska

twitter  •  tumblr

NASA/JPL-Caltech/UArizona
Svarthvítar myndir eru innan við 5 km á breidd, falslitamyndir innan við 1 km.