Á ljósmynd Context Camera (CTX) af þessu svæði sést hvernig jarðlög ganga á mis nærri mörkunum milli set- og berglaganna.
Í upplausn HiRISE gætum við
greint byggingarleg sambönd sem gætu veitt innsýn í afstæðan aldur jarðlaga og misgengja við dældamyndanir. Með myndinni í þrívídd (sjá tengil neðar) getum við mælt stefnu laganna og misgengjanna.
Þessar athuganir eru gerðar á svæði sem inniheldur mikið af hematíti. Á jörðinni er hematít steind sem myndast í blautu umhverfi. Tilvist þess á Mars getur hjálpað okkur að skilja í hvernig umhverfi það myndaðist í fortíðinni.
Þýðing:
Sævar Helgi Bragason
númer:
ESP_025112_1750dagsetning myndatöku: 05. desember 2011
hæð yfir sjávarmáli: 266 km
https://uahirise.org/hipod/is/ESP_025112_1750
NASA/JPL-Caltech/University of Arizona
#Mars #NASA #Icelandic #íslenska